Erlent

Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Fógetinn David Clarke.
Fógetinn David Clarke. Vísir/Getty
Hinn umdeildi fógeti David Clarke segist hafa verið ráðinn í stöðu hjá Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Hann hefur lýst Black Life Matters hreyfingunni sem haturs- og hryðjuverkasamtökum og árið 2015 tísti hann að hreyfingin myndi ganga til liðs við Íslamska ríkið og eyða Bandaríkjunum innan frá. Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Clarke sagði frá nýja starfinu sínu í útvarpsviðtali í gær. Samkvæmt VOX mun starf hans fela í sér að koma stefnumálum Trump í framkvæmd á landvísu.

Starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ekki staðfest ráðningu fógetans, sem hefur undanfarin ár verið fógeti Milwaukee sýslu.

Clarke hefur verið gagnrýndur harðlega vegna dauðsfalla í fangelsi sem hann stjórnar. Fjórir létu lífið í fangelsinu í fyrra og þar á meðal nýfætt barn. Einn maður sem lét lífið átti við geðræn vandamál að stríða, en hann fékk ekki vatn að drekka í viku og lést úr vökvaskorti. 

Philip McNamara var áður í þeirri stöðu sem Clarke hefur verið ráðinn í. Hann var skipaður í hana af Barack Obama. Hann segir starfið fela í sér samskipti við embættismönnum einstakra ríkja og sveitarfélaga. Tíst hans um nýtt starf Clarke hefur vakið mikla athygli.

Þar tekur hann saman ýmis mjög svo umdeild atvik sem Clarke hefur komið að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×