Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður verslunarmanna hafnar tilboði í helming bréfa sinna í VÍS

Hörður Ægisson skrifar

Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti einstaki hluthafi VÍS með 9,7 prósenta eignarhlut, hefur hafnað kauptilboði í tæplega helming allra bréfa sjóðsins í tryggingafélaginu.

Tilboð í 100 milljónir hluta í eigu sjóðsins var sett fram eftir lokun markaða í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Vísis, eða sem jafngildir um 4,3 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Miðað við gengi bréfa VÍS er sá hlutur metinn á rúmlega 1.100 milljónir króna.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fjárfestar vildu kaupa hlut lífeyrissjóðsins.

Frá því var greint í ViðskiptaMogganum í síðustu viku að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði ákveðið að minnka verulega hlut sinn í VÍS á næstunni. Haft var eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttir, stjórnarformanni sjóðsins, að það væri „engin launing á því að við höfum verið hugsi yfir stöðu mála hjá VÍS,“ og vísaði þá til ummæla Herdísar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns, um óeðlilega stjórnarhætti innan félagsins.

Gildi lífeyrissjóður, sem var um tíma einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur að undanförnu minnkað hlut sinn í félaginu úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og hefur framkvæmdastjóri sjóðsins sagt að það hafi verið gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengis í VÍS.“

Vanmátu gamla varðhundinn

Miklar deilur hafa staðið yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS í kjölfar þess að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir felldi Herdísi úr stóli stjórnarformanns eftir aðalfund VÍS í mars síðastliðnum. Tveimur vikum síðar sagði Herdís, sem var studd af Lífeyrissjóði verslunarmanna, sig úr stjórn tryggingafélagsins. Í kjölfarið lét hún hafa það eftir að sú ákvörðun hefði verið vegna ágreinings um vinnubrögð og stjórnarhætti og sagði að nýr stjórnarformaður VÍS hefði viljað að stjórnin myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins.


Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segist hafa „gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Vísir/Anton

Í viðtali við Markaðinn sem birtist í gær hafnaði Svanhildur Nanna þessum ásökunum og sagði þær „rakalausar.“ Þá sagðist hún í aðdraganda breytinga á stjórn VÍS hafa vanmetið „gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Svanhildur og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eru á meðal stærstu hluthafa VÍS með um átta prósenta hlut.

Markaðsverðmæti VÍS miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er um 26 milljarðar króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*