Enski boltinn

Svindlarar verða kannski dæmdir í bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér er nýbúið að spjalda Diego Costa fyrir að dýfa sér. Nái nýju reglurnar í gegn þá gæti hann líka fengið leikbann.
Hér er nýbúið að spjalda Diego Costa fyrir að dýfa sér. Nái nýju reglurnar í gegn þá gæti hann líka fengið leikbann. vísir/getty

Stjórn enska knattspyrnusambandsins mun funda í dag og ákveða hvort það eigi að dæma svindlara sem dýfa sér á vellinum í leikbann.

Í greinargerðinni stendur að leikmenn sem viljandi blekkja dómarann og græða á því verði refsað.

Eftir slíku hefur verið lengi kallað enda hafa leikmenn sífellt verið að gera dómaranum erfiðara fyrir í vinnu sinni með leikaraskap.

Ef málið kemst í gegn mun sérstakur þriggja manna myndbandsdómstóll skoða upptökur af leikjum og dæma menn í bann leiki enginn vafi á að þeir hafi vísvitandi svindlað.

Talað er um að dæma þá leikmenn í tveggja til þriggja leikja bann.
Fleiri fréttir

Sjá meira