Lífið kynningar

Mann­auð­smínútan: Naut­sterkur lyfja­fræðingur

Landspítalinn kynnir
Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir.
Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir.

Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir er klínískur lyfjafræðingur og starfar víða á Landspítala. Hún er ekki bara gríðarlega öflug í starfi, heldur líka nautsterk, enda handhafi 13 Íslandsmeta í kraftlyftingum.

Ragnheiður hefur keppt í kraftlyftingum í fimm ár og fer á heimsmeistaramót í júní.

Ragnheiður er handhafi 13 Íslandsmeta í kraftlyftingum.

Hún hefur dvalið víða um heiminn; var skiptinemi í Argentínu, vann meistaraverkefni í Japan og lærði klíníska lyfjafræði í London.

Ragnheiði finnst þjónustuhlutverkið í starfinu mest gefandi hluti þess.

Það hefur líka komið henni afskaplega á óvart hversu fjölbreyttir og skemmtilegir vinnudagarnir eru. Hægt er að horfa á viðtal við Ragnheiði í spilaranum hér fyrir neðan.


Þessi grein er kynning á Landspítalanum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira