Lífið

Tæklaði dádýr inni í miðri verslun Walmart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Merkilegt atvik.
Merkilegt atvik.

Viðskiptavinir Walmart í borginni Wadena í Minnesota fengu heldur betur að upplifa sérstaka búðarferð á þriðjudaginn.

Þá hljóp dádýr um búðina og kom mörgum verulega á óvart. Sem betur fer náði einn viðskiptavinur að yfirbuga dádýrið og halda því niðri þar til að aðstoð barst.

Maðurinn varð að halda dýrinu niðri í töluverðan tíma og náðist mynd af því sem hefur vakið nokkrar vinsældir á netinu.

Enginn meiddist í versluninni á þriðjudagskvöldið og var dádýrinu sleppt stuttu síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira