Lífið

Tæklaði dádýr inni í miðri verslun Walmart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Merkilegt atvik.
Merkilegt atvik.

Viðskiptavinir Walmart í borginni Wadena í Minnesota fengu heldur betur að upplifa sérstaka búðarferð á þriðjudaginn.

Þá hljóp dádýr um búðina og kom mörgum verulega á óvart. Sem betur fer náði einn viðskiptavinur að yfirbuga dádýrið og halda því niðri þar til að aðstoð barst.

Maðurinn varð að halda dýrinu niðri í töluverðan tíma og náðist mynd af því sem hefur vakið nokkrar vinsældir á netinu.

Enginn meiddist í versluninni á þriðjudagskvöldið og var dádýrinu sleppt stuttu síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira