Lífið

Vínyl hentar fyrir vel þungarokk

Benedikt Bóas skrifar
Dimma hefur fengið einróma lof fyrir tónleikana sína. Fyrsta lagið sem kom  í spilun af plötunni Eldraunum var Villimey sem frumsýnt var á Vísi í samstarfi við Ómar á X-inu 977.
Dimma hefur fengið einróma lof fyrir tónleikana sína. Fyrsta lagið sem kom í spilun af plötunni Eldraunum var Villimey sem frumsýnt var á Vísi í samstarfi við Ómar á X-inu 977. Mynd/Falk - Hagen Bernshausen

Þungarokk hljómar vel á vínyl, ef vel er að staðið, og það er langþráður draumur að koma okkar verkum út á því formi,“ segir Ingó Geirdal, gítarleikari hljómsveitarinnar Dimmu en til stendur að gefa út þrjár breiðskífur Dimmu; Myrkraverk, Vélráð og Eldraunir í viðhafnarútgáfum á vínyl. Er hljómsveitin byrjuð að safna fyrir verkefninu á Karolinafund.

Þeir sem styrkja verkefnið geta tryggt sér vínylplöturnar, hvort sem er allar eða eina, ásamt miðum á besta stað á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar þann 10. júní. Mun hljómsveitin fylgja plötunni sinni, Eldraunir, eftir með tónleikaferð um allt land. Þá mun hljómsveitin standa fyrir stórtónleikum í Háskólabíói þann 10. júní þar sem öllu verður til tjaldað til að skapa eftirminnilega tónleikaupplifun.

„Tónleikaferðin leggst gríðarlega vel í okkur. Við verðum með sérstaka fjölskyldutónleika á nokkrum stöðum til að gefa yngri kynslóðinni tækifæri til að upplifa íslenskt gæðaþungarokk í góðum hljómgæðum og hitta meðlimi sveitarinnar.“
Hver plata verður endurtónjöfnuð og mun koma út í takmörkuðu upplagi á tvöföldum vínyl með öllum textum og tónleikaupptökum sem munu fylgja sem aukalög. Þannig verða t.d. aukalögin á Eldraunum tekin upp á útgáfutónleikunum í Háskólabíó.

„Vínylplatan nýtur vaxandi fylgis á ný meðal tónlistarunnenda og er það aðallega fyrir hlýrri og mýkri hljóm en stafrænt form eða geisladiskur hefur upp á að bjóða,“ segir hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira