Lífið

Robin ósáttur við ræðu Salvadors: „Ekki sæmandi sönnum sigurvegara“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Robin Bengtsson
Robin Bengtsson Vísir/EPA

Robin Bengtsson, sem keppti fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í ár gagnrýnir orð Salvadors Sobral, sigurvegarans frá Portúgal, sem hann flutti á laugardagskvöldið þegar úrslitin voru ljós. Hann segir þau ekki sæma sigurvegara Eurovision.
Bengtsson lenti í fimmta sæti með lagi sínu I Can‘t Go On.

Í ræðu sinni sagði Sobral að við búum í heimi fjöldaframleiddar innihaldslausrar skyndibitatónlistar.

„Þetta gæti verið sigur fyrir tónlistina, sem gerir tónlist sem hefur þýðingu,“ sagði Sobral. „Tónlist er tilfinning. Reynum að breyta þessu.“


Bengtsson birti mynd á Instagram síðu sinni í gær þar sem hann sagðist hrifinn af lagi Sobral en að hann teldi ummælin ekki sæmandi fyrir sigurvegara Eurovision. 

„Á blaðamannafundi í Kænugarði, líklega að tala um „skyndibita“ fjöldaframleidda tónlist. Til hamingju með sigurinn, ég er mjög hrifinn af laginu þínu og flutningi, en mér fannst ræða þín eftir sigurinn ekki sæma sönnum sigurvegara. „Skyndibita“ popptónlist getur verið það besta í heimi á réttum stað á réttum tíma, rétt eins og þitt lag. Það er pláss fyrir alla,“ skrifaði Bengtsson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira