Enski boltinn

Man. Utd ekki unnið færri leiki á einu tímabili í rúman aldarfjórðung

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney á ferðinni í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í fyrradag.
Wayne Rooney á ferðinni í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í fyrradag. vísir/getty

Manchester United hefur aldrei unnið færri leiki á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en í vetur.

Þegar einni umferð er ólokið hefur United unnið 17 leiki en liðið hefur ekki unnið færri leiki á einu tímabili síðan 1990-91. Þá vann United 16 leiki og endaði í 6. sæti.

United hefur aðeins tapað fimm leikjum í vetur en Tottenham er eina liðið sem hefur tapað færri leikjum (4).

United hefur hins vegar gert 15 jafntefli sem er það mesta sem liðið hefur gert síðan tímabilið 1992-93. Sex af 15 jafnteflum United í vetur hafa verið markalaus.

Ljóst er að United endar í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Crystal Palace í lokaumferðinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Mourinho vill halda De Gea

David de Gea mun ekki spila meira fyrir Man. Utd á þessari leiktíð og gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

Þjálfari Ajax: Óþarfa væl í Mourinho

Man. Utd mun spila tvo leiki áður en það spilar úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Ajax í næstu viku. Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur vælt aðeins yfir því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira