Enski boltinn

Man. Utd ekki unnið færri leiki á einu tímabili í rúman aldarfjórðung

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney á ferðinni í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í fyrradag.
Wayne Rooney á ferðinni í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í fyrradag. vísir/getty
Manchester United hefur aldrei unnið færri leiki á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en í vetur.

Þegar einni umferð er ólokið hefur United unnið 17 leiki en liðið hefur ekki unnið færri leiki á einu tímabili síðan 1990-91. Þá vann United 16 leiki og endaði í 6. sæti.

United hefur aðeins tapað fimm leikjum í vetur en Tottenham er eina liðið sem hefur tapað færri leikjum (4).

United hefur hins vegar gert 15 jafntefli sem er það mesta sem liðið hefur gert síðan tímabilið 1992-93. Sex af 15 jafnteflum United í vetur hafa verið markalaus.

Ljóst er að United endar í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Crystal Palace í lokaumferðinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Þjálfari Ajax: Óþarfa væl í Mourinho

Man. Utd mun spila tvo leiki áður en það spilar úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Ajax í næstu viku. Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur vælt aðeins yfir því.

Mourinho vill halda De Gea

David de Gea mun ekki spila meira fyrir Man. Utd á þessari leiktíð og gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×