Enski boltinn

Clement hefur áhuga á að fá Terry til Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry kveður Chelsea eftir tímabilið.
Terry kveður Chelsea eftir tímabilið. vísir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur áhuga á að fá John Terry, fyrirliða Chelsea, til velska liðsins á næsta tímabili.

Terry, sem er 36 ára, yfirgefur Chelsea eftir tímabilið og nokkur lið hafa áhuga á að næla í þennan reynda miðvörð. Það er þó ekki ljóst hvort Terry ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna.

Clement og Terry þekkjast vel en sá fyrrnefndi var aðstoðarmaður Carlos Ancelotti hjá Chelsea á árunum 2009-11. Á þeim tíma varð Chelsea bæði Englands- og bikarmeistari.

„Ég veit ekki hvað hann er að hugsa, hvort hann ætlar að halda áfram,“ sagði Clement. „Ég mun ræða við hann. Við höfum þekkst lengi.“

Clement tók við Swansea í byrjun árs og tókst að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Swansea hefur unnið sjö af 18 deildarleikjum undir stjórn Clements.


Tengdar fréttir

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×