Enski boltinn

Clement hefur áhuga á að fá Terry til Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry kveður Chelsea eftir tímabilið.
Terry kveður Chelsea eftir tímabilið. vísir/getty

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur áhuga á að fá John Terry, fyrirliða Chelsea, til velska liðsins á næsta tímabili.

Terry, sem er 36 ára, yfirgefur Chelsea eftir tímabilið og nokkur lið hafa áhuga á að næla í þennan reynda miðvörð. Það er þó ekki ljóst hvort Terry ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna.

Clement og Terry þekkjast vel en sá fyrrnefndi var aðstoðarmaður Carlos Ancelotti hjá Chelsea á árunum 2009-11. Á þeim tíma varð Chelsea bæði Englands- og bikarmeistari.

„Ég veit ekki hvað hann er að hugsa, hvort hann ætlar að halda áfram,“ sagði Clement. „Ég mun ræða við hann. Við höfum þekkst lengi.“

Clement tók við Swansea í byrjun árs og tókst að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Swansea hefur unnið sjö af 18 deildarleikjum undir stjórn Clements.


Tengdar fréttir

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira