Enski boltinn

Zaha ætlar að hafna Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zaha hefur skorað sjö mörk og gefið níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.
Zaha hefur skorað sjö mörk og gefið níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Wilfried Zaha, leikmaður ársins hjá Crystal Palace, ætlar að skrifa undir nýjan samning við félagið. The Guardian greinir frá.

Zaha, sem er 24 ára, hefur átt sitt besta tímabil á ferlinum í vetur. Zaha hefur skorað sjö mörk og gefið níu stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Frammistaða hans hefur vakið athygli Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra Tottenham, sem vill fá hann til Spurs. Arsenal og Manchester City ku einnig hafa áhuga á Zaha.

Palace hefur boðið Zaha nýjan fimm ára samning sem færir honum 110.000 pund í vikulaun. Hann verður því launahæsti leikmaður liðsins ásamt Christian Benteke.

Zaha er ánægður hjá Palace og er tregur til að fara til stórliðs þar sem samkeppnin er mikil eftir erfiða dvöl hjá Manchester United.

Palace tryggði sér áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni með 4-0 sigri á Hull City á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×