Handbolti

Kristianstad komið í úrslitaeinvígið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur skoraði þrjú mörk.
Ólafur skoraði þrjú mörk. vísir/getty

Kristianstad er komið í úrslit um sænska meistaratitilinn í handbolta karla eftir 27-30 sigur á Ystads í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Kristianstad, sem er ríkjandi meistari, vann einvígið 3-1 og mætir Alingsås í úrslitum.

Íslendingarnir í liði Kristianstad höfðu nokkuð hægt um sig í leiknum í kvöld.

Ólafur Guðmundsson var þeirra markahæstur með þrjú mörk. Hann gaf einnig eina stoðsendingu og fékk tvær brottvísanir.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira