Handbolti

Kristianstad komið í úrslitaeinvígið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur skoraði þrjú mörk.
Ólafur skoraði þrjú mörk. vísir/getty

Kristianstad er komið í úrslit um sænska meistaratitilinn í handbolta karla eftir 27-30 sigur á Ystads í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Kristianstad, sem er ríkjandi meistari, vann einvígið 3-1 og mætir Alingsås í úrslitum.

Íslendingarnir í liði Kristianstad höfðu nokkuð hægt um sig í leiknum í kvöld.

Ólafur Guðmundsson var þeirra markahæstur með þrjú mörk. Hann gaf einnig eina stoðsendingu og fékk tvær brottvísanir.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað.
Fleiri fréttir

Sjá meira