Körfubolti

LeBron jafnaði met Kobe Bryant og Karl Malone

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James hefur verið magnaður í úrslitakeppninni þar sem Cleveland hefur unnið alla níu leiki sína.
James hefur verið magnaður í úrslitakeppninni þar sem Cleveland hefur unnið alla níu leiki sína. vísir/getty
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, er fyrsta úrvalsliði NBA-deildarinnar í körfubolta í ellefta sinn.

James jafnaði þar með met Kobe Bryant og Karl Malone sem voru á sínum tíma einnig valdir 11 sinnum í fyrsta úrvalslið NBA.

Auk James eru James Harden (Houston Rockets), Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder), Kawhi Leonard (San Antonio Spurs) og Anthony Davis (New Orleans Pelicans) í fyrsta úrvalsliðinu. Þeir hafa allir verið áður valdir í það.

Stephen Curry, besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, má gera sér að góðu að vera í öðru úrvalsliðinu ásamt samherja sínum hjá Golden State Warriors, Kevin Durant, gríska undrinu hjá Milwaukee Bucks, Giannis Antetokounmpo, Rudy Gobert (Utah Jazz) og Isiah Thomas (Boston Celtics). Þeir þrír síðastnefndu eru í fyrsta sinn í úrvalsliði NBA á ferlinum.

Í þriðja úrvalsliðinu eru svo Jimmy Butler (Chicago Bulls), Draymond (Golden State), DeAndre Jordan (Los Angeles Clippers), John Wall (Washington Wizards) og DeMar DeRozan (Toronto Raptors).

NBA

Tengdar fréttir

James og Love sáu um Celtics

NBA-meistarar Cleveland Cavaliers hófu úrslitin í Austurdeild NBA-deildarinnar með látum í nótt er þeir unnu fyrsta leikinn gegn Boston Celtics í Boston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×