Íslenski boltinn

Auðvelt hjá FH-ingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar fagna einu sex marka sinna.
FH-ingar fagna einu sex marka sinna. vísir/eyþór

FH átti greiða leið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla en í kvöld tóku Íslandsmeistararnir á móti Sindra og unnu 6-1 sigur.

Kassim Doumbia var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á tímabilinu og hann kom FH yfir á 25. mínútu. Aðeins mínútu áður hafði Akil De Freitas komið sér í dauðafæri en skaut rétt framhjá marki FH.

Doumbia kom FH í 2-0 með sínu öðru marki á 34. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Emil Pálsson kom FH-ingum í upphafi seinni hálfleiks en Sævar Ingi Ásgeirsson minnkaði muninn fyrir Sindra á 60. mínútu.

Þá gáfu heimamenn aftur í og skoruðu þrjú mörk til viðbótar. Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og Emil gerði sitt annað mark.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira