Íslenski boltinn

Auðvelt hjá FH-ingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar fagna einu sex marka sinna.
FH-ingar fagna einu sex marka sinna. vísir/eyþór

FH átti greiða leið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla en í kvöld tóku Íslandsmeistararnir á móti Sindra og unnu 6-1 sigur.

Kassim Doumbia var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á tímabilinu og hann kom FH yfir á 25. mínútu. Aðeins mínútu áður hafði Akil De Freitas komið sér í dauðafæri en skaut rétt framhjá marki FH.

Doumbia kom FH í 2-0 með sínu öðru marki á 34. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Emil Pálsson kom FH-ingum í upphafi seinni hálfleiks en Sævar Ingi Ásgeirsson minnkaði muninn fyrir Sindra á 60. mínútu.

Þá gáfu heimamenn aftur í og skoruðu þrjú mörk til viðbótar. Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og Emil gerði sitt annað mark.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira