Íslenski boltinn

Fjölnismenn lentu í basli á Grenivík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu.
Þórir skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu. vísir/eyþór
Fjölnir þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna Magna á Grenivíkurvelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Lokatölur 1-2, Fjölnismönnum í vil.

Igor Jugovic kom Fjölni yfir með fallegu marki strax á 6. mínútu. Ýmir Már Geirsson jafnaði svo metin fyrir topplið 2. deildar á 18. mínútu.

Magnamenn fengu vítaspyrnu á 34. mínútu. Victor Da Costa tók spyrnuna en skaut yfir mark Fjölnis.

Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 75. mínútu þegar Þórir Guðjónsson skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Auðvelt hjá FH-ingum

FH átti greiða leið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla en í kvöld tóku Íslandsmeistararnir á móti Sindra og unnu 6-1 sigur.

Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum

Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×