Íslenski boltinn

Fjölnismenn lentu í basli á Grenivík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu.
Þórir skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu. vísir/eyþór

Fjölnir þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna Magna á Grenivíkurvelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Lokatölur 1-2, Fjölnismönnum í vil.

Igor Jugovic kom Fjölni yfir með fallegu marki strax á 6. mínútu. Ýmir Már Geirsson jafnaði svo metin fyrir topplið 2. deildar á 18. mínútu.

Magnamenn fengu vítaspyrnu á 34. mínútu. Victor Da Costa tók spyrnuna en skaut yfir mark Fjölnis.

Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 75. mínútu þegar Þórir Guðjónsson skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Auðvelt hjá FH-ingum

FH átti greiða leið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla en í kvöld tóku Íslandsmeistararnir á móti Sindra og unnu 6-1 sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira