Lífið

Fattaði að hann var í beinni og steig vandræðalegan dans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dansinn var í meðallagi.
Dansinn var í meðallagi. Vísir/Getty

Það getur margt gerst í beinni útsendingu og sú varð raunin þegar sjónvarpsstöðin FOX 10 í Phoenix í Bandaríkjunum sýndi í beinni útsendingu frá vettvangi bílslyss í Scottsdale.

Þyrla sjónvarpsstöðvarinnar mætti á vettvang þar sem bíl hafði verið ekið á byggingu. Myndir úr þyrlunni voru sýndar í beinni útsendingu einn á vettvangi virðist hafa áttað sig á þessu.

Var hann fljótur að hugsa, skokkaði upp á þak byggingarinnar sem þyrlan var fyrir ofan og byrjaði að dansa, nema hvað.

Maðurinn var með síma á lofti og virðist hafa verið að horfa á sjálfan sig í beinni enda tvíefldist hann í hvert skipti sem hann leit á símann.

Dansinn fer þó seint í sögubækurnar en þessi ágæti einstaklingur er búinn með sínar fimmtán sekúndur af frægð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira