Handbolti

Er Halldór Jóhann að fara sömu leið að titlinum og vorið 2013?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon á hliðarlínunni.
Halldór Jóhann Sigfússon á hliðarlínunni. Vísir/Eyþór

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, stýrði sínum mönnum inn í hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í gær.

FH-ingar voru upp við vegg en unnu fimm marka sigur á Val á Hlíðarenda og fá því úrslitaleik á heimavelli á sunnudaginn.

Þetta úrslitaeinvígi er farið að minna svolítið mikið á það þegar Halldór Jóhann gerði Framkonur að Íslandsmeisturum fyrir fjórum árum.

Framliðið var þá með heimavallarréttinn eins og FH nú en tapaði fyrstu tveimur heimaleikjum sínum. Framliðið tryggði sér hinsvegar oddaleik með því að vinna Stjörnuna tvisvar sinnum í Garðabænum.

Í oddaleiknum um titilinn fögnuðu Framkonur síðan fyrsta heimasigri sínum í úrslitaeinvíginu og sá sigur færði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.

Halldór Jóhann er kominn sömu slóð með FH-liðið í ár og nú bíður liðsins heimaleikur þar sem sigur færir Hafnfirðinum Íslandsmeistaratitilinn.


Leið kvennaliðs Fram á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2013
Leikur 1: 1 marks tap á heimavelli (20-21)
Leikur 2: 5 marka sigur á útivelli (30-25)
Leikur 3: 2 marka tap á heimavelli (19-21)
Leikur 4: 1 marks sigur á útivelli (22-21)
Oddaleikur: 3 marka sigur á heimavelli (19-16)
Niðurstaða: Íslandsmeistari

Leið karlaliðs FH á móti Val í úrslitaeinvíginu 2017
Leikur 1: 4 marka tap á heimavelli (24-28)
Leikur 2: 3 marka sigur á útivelli (28-25)
Leikur 3: 5 marka tap á heimavelli (24-29)
Leikur 4: 5 marka sigur á útivelli (30-25)
Oddaleikur: Á sunnudaginn á heimavelli
Niðurstaða: ???Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira