Enski boltinn

Sjáðu fernu Kane er Tottenham rústaði Leicester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Síðasti leikurinn fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag fór fram í gærkvöldi er Tottenham gersigraði fyrrum Englandsmeistara Leicester, 6-1, á útivelli.

Harry Kane sýndi mögnuð tilþrif og skoraði fjögur mörk í leiknum. Hann er nú kominn með 26 mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni með tveimur meira en Romelu Lukaku hjá Everton.

Son Heung-min bætti við tveimur mörkum en samantekt úr leiknum má sjá efst í fréttinni. Þetta var 25. sigur Tottenham á tímabilinu og stærsti útivallasigur félagsins í ensku úrvalsdeildinni nokkru sinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem farið yfir öll atvik vikunnar í enska boltanum.

Midweek Roundup
Saves of the Week
Moment of the Week
Player of the Week
Goals of the Week



Fleiri fréttir

Sjá meira


×