Enski boltinn

Sjáðu fernu Kane er Tottenham rústaði Leicester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Síðasti leikurinn fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag fór fram í gærkvöldi er Tottenham gersigraði fyrrum Englandsmeistara Leicester, 6-1, á útivelli.

Harry Kane sýndi mögnuð tilþrif og skoraði fjögur mörk í leiknum. Hann er nú kominn með 26 mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni með tveimur meira en Romelu Lukaku hjá Everton.

Son Heung-min bætti við tveimur mörkum en samantekt úr leiknum má sjá efst í fréttinni. Þetta var 25. sigur Tottenham á tímabilinu og stærsti útivallasigur félagsins í ensku úrvalsdeildinni nokkru sinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem farið yfir öll atvik vikunnar í enska boltanum.

Midweek Roundup

Saves of the Week

Moment of the Week

Player of the Week

Goals of the WeekAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira