Lífið

Sumrinu og nýju samstarfi fagnað í NORR11

Helga Ólafsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta.
Helga Ólafsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta. VÍSIR/EYÞÓR

Í gær var sumrinu fagnað í Norr11. Nýtt samstarf var kynnt til leiks í tilefni þess á milli Norr11 og Postulínu. Það var stuð og stemning hjá viðstöddum sem skáluðu í hvítvíni og gæddu sér á poppkorni.

Guðbjörg Káradóttir, leirkerasmiður úr hönnunarteyminu Postulínu, kynnti nýjungar í sumarpartíi Norr11 í gær. „Þetta er ný útgáfa af kertavösunum okkar. Þetta eru sem sagt blómavasar sem má snúa við og þá passa þeir fyrir kubbakerti. Kertavasarnir eru nú fáanlegir í svörtum steinleir, eingöngu fyrir Norr11, en hingað til hafa þeir verið til í hvítu postulíni,“ segir Guðbjörg um kertavasana sem eru handgerðir. „Engir tveir eru eins.“ Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Postulína og Norr11 fara í samstarf.
Einnig var verið að fagna að nú er í fyrsta sinn hægt að versla vörur frá barnafatamerkinu As We Grow í Norr11. Teymið á bak við As We Grow var að sjálfsögðu á staðnum og kynnti merkið fyrir viðstöddum.

Guðbjörg og Ólöf Jakobína eru hönnunarteymið Postulína. VÍSIR/EYÞÓR
Guðjón Hauksson og Magnús Berg. VÍSIR/EYÞÓR
Sigurborg Bogga, Kári Valversson, Gísli Ingimundarson, Auður Ýr og Kári. VÍSIR/EYÞÓR
Valdís og Birna voru kátar. VÍSIR/EYÞÓR
Jóna Sigríður, Eiríkur Bogi og Þórunn Elísabet. VÍSIR/EYÞÓR
Helga Sigurðardóttir og Silja. VÍSIR/EYÞÓR
Gunnar, Helga og Halli mættu hress og kát. VÍSIR/EYÞÓR
Kristín Knúts og Helga Sigurðardóttir. VÍSIR/EYÞÓRFleiri fréttir

Sjá meira