Lífið

Sumrinu og nýju samstarfi fagnað í NORR11

Helga Ólafsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta.
Helga Ólafsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta. VÍSIR/EYÞÓR

Í gær var sumrinu fagnað í Norr11. Nýtt samstarf var kynnt til leiks í tilefni þess á milli Norr11 og Postulínu. Það var stuð og stemning hjá viðstöddum sem skáluðu í hvítvíni og gæddu sér á poppkorni.

Guðbjörg Káradóttir, leirkerasmiður úr hönnunarteyminu Postulínu, kynnti nýjungar í sumarpartíi Norr11 í gær. „Þetta er ný útgáfa af kertavösunum okkar. Þetta eru sem sagt blómavasar sem má snúa við og þá passa þeir fyrir kubbakerti. Kertavasarnir eru nú fáanlegir í svörtum steinleir, eingöngu fyrir Norr11, en hingað til hafa þeir verið til í hvítu postulíni,“ segir Guðbjörg um kertavasana sem eru handgerðir. „Engir tveir eru eins.“ Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Postulína og Norr11 fara í samstarf.
Einnig var verið að fagna að nú er í fyrsta sinn hægt að versla vörur frá barnafatamerkinu As We Grow í Norr11. Teymið á bak við As We Grow var að sjálfsögðu á staðnum og kynnti merkið fyrir viðstöddum.

Guðbjörg og Ólöf Jakobína eru hönnunarteymið Postulína. VÍSIR/EYÞÓR
Guðjón Hauksson og Magnús Berg. VÍSIR/EYÞÓR
Sigurborg Bogga, Kári Valversson, Gísli Ingimundarson, Auður Ýr og Kári. VÍSIR/EYÞÓR
Valdís og Birna voru kátar. VÍSIR/EYÞÓR
Jóna Sigríður, Eiríkur Bogi og Þórunn Elísabet. VÍSIR/EYÞÓR
Helga Sigurðardóttir og Silja. VÍSIR/EYÞÓR
Gunnar, Helga og Halli mættu hress og kát. VÍSIR/EYÞÓR
Kristín Knúts og Helga Sigurðardóttir. VÍSIR/EYÞÓR


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira