Lífið

Reykjavík einn af uppáhalds stöðum Gervais

Samúel Karl Ólason skrifar

Grínistinn Ricky Gervais er mjög ánægður með heimsókn sína til Íslands. Hann var gestur Stephen Colbert í gærkvöldi þar sem hann sagði Reykjavík einn af þeim uppáhalds stöðum sem hann hefði farið til á ferðalagi sínu með „Humanity“ sýninguna.

Hann sagði Íslendinga vera afslappaða og landið væri einstaklega fallegt.

Colbert sagðist einnig vilja koma til landsins og sagði ástæðuna vera að Íslendingar trúi á álfa. Gervais vildi nú meina að það væri ekki alveg rétt, en Colbert var sannfærður.

Ummælin um Ísland falla eftir um rúmar sex mínútur.


Tengdar fréttir

Rífandi stemning á aukasýningu Gervais

Grínistinn Ricky Gervais hélt uppi stuðinu í Hörpu á fimmtudag og föstudag með sýningunni Humanity. Miðar á sýningarnar tvær ruku út á mettíma og á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra af þeim sem voru svo heppnir að ná í miða á aukasýninguna á föstudaginn.

Bæði fyndið og fróðlegt eins og við var að búast

Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar?
Fleiri fréttir

Sjá meira