Lífið

Reykjavík einn af uppáhalds stöðum Gervais

Samúel Karl Ólason skrifar

Grínistinn Ricky Gervais er mjög ánægður með heimsókn sína til Íslands. Hann var gestur Stephen Colbert í gærkvöldi þar sem hann sagði Reykjavík einn af þeim uppáhalds stöðum sem hann hefði farið til á ferðalagi sínu með „Humanity“ sýninguna.

Hann sagði Íslendinga vera afslappaða og landið væri einstaklega fallegt.

Colbert sagðist einnig vilja koma til landsins og sagði ástæðuna vera að Íslendingar trúi á álfa. Gervais vildi nú meina að það væri ekki alveg rétt, en Colbert var sannfærður.

Ummælin um Ísland falla eftir um rúmar sex mínútur.


Tengdar fréttir

Rífandi stemning á aukasýningu Gervais

Grínistinn Ricky Gervais hélt uppi stuðinu í Hörpu á fimmtudag og föstudag með sýningunni Humanity. Miðar á sýningarnar tvær ruku út á mettíma og á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra af þeim sem voru svo heppnir að ná í miða á aukasýninguna á föstudaginn.

Bæði fyndið og fróðlegt eins og við var að búast

Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira