Lífið

Corden mistókst að gera Harry Styles hallærislegan á rúntinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegur rúntur.
Skemmtilegur rúntur.

Breski þáttastjórnandinn James Corden fékk landa sinn Harry Styles til sín í vinsæla dagskráliðinn Carpool Karaoke í vikunni.

Harry Styles varð heimsfrægur með hljómsveitinni One Direction. Carpool Karaoke gengur út á það að Corden tekur fræga tónlistarmenn á rúntinn og syngur með þeirra vinsælustu lög.

Styles gaf á dögunum út plötu og er hann að kynna hana um þessi misseri. Corden setti Styles í allskonar misfalleg dress en söngvarinn leit vel út í þeim öllum.

Hér að neðan má sjá þessi tvo meistara á rúntinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira