Íslenski boltinn

Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar.
Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar. vísir/hafliði breiðfjörð

Dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag en stórleikur umferðarinnar er viðureign bikarmeistara Vals og Stjörnunnar á Hlíðarenda.

Einn annar Pepsi-deildarslagur er í umferðinni en þá taka Eyjamenn á móti Fjölni á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Liðin tvö úr 2. og 3. deild sem komust í 16-liða úrslitin fengu bæði heimaleik. Ægir, sem hafði betur gegn Þór í 32-liða úrslitunum, tekur á móti Víkingum úr Reykjavík og Víðir fær Inkasso-lið Fylkis í heimsókn. Síðarnefndi leikurinn er sá eini í umferðinni sem er ekki með Pepsi-deildarlið.

Leikdagar í umferðinni eru 30., 31. maí og 1. júní.

16-liða úrslitin:
FH - Selfoss
ÍR - KR
ÍBV - Fjölnir
Víðir - Fylkir
Ægir - Víkingur R
Valur - Stjarnan
ÍA - Grótta
Leiknir R - Grindavík

Liðin í pottinum:
Pepsi-deildin: FH, KR, Valur, ÍBV, Grindavík, ÍA, Víkingur R., Stjarnan, Fjölnir
Inkasso-deildin: Þróttur R., Selfoss, ÍR, Fylkir, Grótta
2. deild: Víðir
3. deild: Ægir