Íslenski boltinn

Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar.
Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar. vísir/hafliði breiðfjörð

Dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag en stórleikur umferðarinnar er viðureign bikarmeistara Vals og Stjörnunnar á Hlíðarenda.

Einn annar Pepsi-deildarslagur er í umferðinni en þá taka Eyjamenn á móti Fjölni á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Liðin tvö úr 2. og 3. deild sem komust í 16-liða úrslitin fengu bæði heimaleik. Ægir, sem hafði betur gegn Þór í 32-liða úrslitunum, tekur á móti Víkingum úr Reykjavík og Víðir fær Inkasso-lið Fylkis í heimsókn. Síðarnefndi leikurinn er sá eini í umferðinni sem er ekki með Pepsi-deildarlið.

Leikdagar í umferðinni eru 30., 31. maí og 1. júní.

16-liða úrslitin:
FH - Selfoss
ÍR - KR
ÍBV - Fjölnir
Víðir - Fylkir
Ægir - Víkingur R
Valur - Stjarnan
ÍA - Grótta
Leiknir R - Grindavík

Liðin í pottinum:
Pepsi-deildin: FH, KR, Valur, ÍBV, Grindavík, ÍA, Víkingur R., Stjarnan, Fjölnir
Inkasso-deildin: Þróttur R., Selfoss, ÍR, Fylkir, Grótta
2. deild: Víðir
3. deild: Ægir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.