Lífið

Val Kilmer segir Jesú og ást hafa læknað sig af krabbameini

Birgir Olgeirsson skrifar
Val Kilmer.
Val Kilmer.

Bandaríski leikarinn Val Kilmer tók þátt í nokkurs konar beinni línu á samfélagsmiðlinum Reddit í annað sinn í ár. Þar gátu notendur vefsins spurt leikarinn að hverju sem er og sagði Kilmer sögur af kvikmyndum sem hann hefur leikið í.

Hann nefndi til dæmis hvernig leikstjórinn Tony Scott stofnaði lífi hans í hættu til að ná frábæru atriði fyrir Top Gun og hvernig leikarinn Kurt Russell tók nánast yfir leikstjórn kvikmyndarinnar Tombstone.

Það sem vakt hvað mesta athygli var svar Kilmers við því hvernig hann tókst á við krabbamein, en hann greindi frá því í síðasta á mánuði að hann hefði háð baráttu við slíkt mein.

Samkvæmt Kilmer þá náði hann að vinna bug á krabbameininu með hjálp ástar og bænar.

„Margir hafa náð bata með bæn í gegnum söguna. Það skipti ekki máli á dögum Krists hvort sjúklingurinn trúði. Og það skiptir ekki máli í dag. Ástinni er sama um okkar litlu hugsanir. Þann skil ég þetta. Ég reyndi að koma fólki í skilning um þetta þegar ég var yngri en læt það vera í dag. Ég vonast einnig til þess að ég muni aldrei snúa bakinu við ástinni aftur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira