Viðskipti innlent

Gagngerar endurbætur á stærsta sal Smárabíós

Birgir Olgeirsson skrifar
Smárabíó er í Smáralind í Kópavogi.
Smárabíó er í Smáralind í Kópavogi. Vísir/Albert

Smárabíó mun í júní verða eitt af bestu bíóum í heimi og það eina sinnar tegundar á landinu, þegar stærsti salurinn verður opnaður eftir gagngerar endurbætur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Smárabíói en salurinn, sem fær heitið S-MAX, verður þá útbúinn Flagship Laser 4K sýningartækni auk Dolby Atmos, nýjustu útgáfu hljóðkerfis. Auk þess verður sýningarbúnaður í hinum sölunum uppfærður í Laser. Smárabíó verður þannig útbúið nýjustu tækni fyrir sjón og heyrn sem í boði er í heiminum og eina kvikmyndahúsið hérlendis sem notar Laser í öllum sölum.

Í tilkynningunni kemur fram að 68 bíó í heiminum bjóði upp á þessa tækni. Þá bjóða innan við fimm prósent evrópskra kvikmyndahúsa upp á Flagship Laser.

„Með því að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á Laser sýningartækni í öllum sölum tryggjum við að allir gestir Smárabíós, sama í hvaða sal þeir sitja, fái bestu gæði á Íslandi. Við völdum nýja salnum heitið S-MAX sem stendur einfaldlega fyrir fullkomnustu tækni sem völ er á og þar munum við í framtíðinni aðeins bjóða upp á það besta þegar kemur að tækni og upplifun. Þar verður sætarýmið líka aukið þannig að hver gestur fái meira pláss en áður og njótið þess þannig enn betur að horfa á frábærar myndir í fullkomnasta bíói í heimi,” segir Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Senu, eiganda Smárabíós, í tilkynningu um málið.

Framundan er því síðasta sýningarhelgi í Sal 1 í Smárabíói. Þegar sýningum lýkur á sunnudagskvöld hefjast iðnaðarmenn handa við að rífa allt út úr salnum áður en hann verður opnaður sem S-MAX í fyrri hluta júnímánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,73
1
115.500
ARION
0
11
44.870

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,82
7
54.264
REGINN
-2,22
6
122.064
SJOVA
-1,97
3
22.290
HAGA
-1,39
3
52.401
SIMINN
-1,33
5
123.100