Lífið

Sjáðu þegar Chris Cornell steig á sviðið í síðasta skipti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cornell lést í vikunni.
Cornell lést í vikunni.

Söngvarinn Chris Cornell svipti sig lífi í vikunni og er hann sagður hafa hengt sig á hótelherbergi í Detroit eftir tónleika með hljómsveit sinni Soundgarden.

Í yfirlýsingu sem talsmaður Cornell, Brian Bumbery, sendi fjölmiðlum í gær sagði að dauði rokkarans hefði verið óvæntur og að fjölskylda hans sé í áfalli. Bað hann sömuleiðis um að fjölskyldan fengi frið til að syrgja.
Cornell var 52 ára að aldri. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave. Cornell og Soundgarden voru í fararbroddi Grunge-bylgjunnar frá Seattle á tíunda áratugi síðustu aldar ásamt sveitum á borð við Pearl Jam, Alice in Chains og Nirvana, en báðir söngvarar síðastnefndu sveitanna tveggja eru einnig horfnir yfir móðuna miklu.
Síðasta lagið sem Cornell söng á sviðinu í Detroit var lagið Slaves and Bulldozers sem er gríðarlega táknrænt út frá því sem átti eftir að gerast síðar um kvöldið.  


Tengdar fréttir

Cornell svipti sig lífi

Hann er sagður hafa hengt sig á hótelherbergi í Detroit eftir tónleika með hljómsveit sinni Soundgarden.

Chris Cornell látinn

Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira