Fótbolti

KSÍ setur 400 miða til viðbótar í sölu á leikinn gegn Finnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
400 til viðbótar geta nú séð Aron Einar og strákana okkar.
400 til viðbótar geta nú séð Aron Einar og strákana okkar. vísir/getty

Knattspyrnusambandi Íslands varð að ósk sinni og fékk fleiri miða til að selja íslenskum stuðningsmönnum á leikinn gegn Finnlandi í Tampere 2. september. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2018.

Mikill áhugi er á leiknum enda fer fram sama dag leikur Íslands og Póllands á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. Margir ætla að sjá þann leik og taka svo lest til Tampere og sjá fótboltastrákana spila seinna um daginn.

Á heimasíðu KSÍ kemur fram að sambandið fékk 400 miða til viðbótar í sölu en allir miðar á svæði stuðningsmanna Íslands seldust upp samdægurs þegar þeir fóru í sölu.

Miðarnir sem um ræðir núna eru á svæði stuðningsmanna Íslands og kosta 3000 krónur.

Miðasalan hefst klukkan 12:00, miðvikudaginn 24. maí á miði.is.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira