Fótbolti

KSÍ setur 400 miða til viðbótar í sölu á leikinn gegn Finnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
400 til viðbótar geta nú séð Aron Einar og strákana okkar.
400 til viðbótar geta nú séð Aron Einar og strákana okkar. vísir/getty
Knattspyrnusambandi Íslands varð að ósk sinni og fékk fleiri miða til að selja íslenskum stuðningsmönnum á leikinn gegn Finnlandi í Tampere 2. september. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2018.

Mikill áhugi er á leiknum enda fer fram sama dag leikur Íslands og Póllands á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. Margir ætla að sjá þann leik og taka svo lest til Tampere og sjá fótboltastrákana spila seinna um daginn.

Á heimasíðu KSÍ kemur fram að sambandið fékk 400 miða til viðbótar í sölu en allir miðar á svæði stuðningsmanna Íslands seldust upp samdægurs þegar þeir fóru í sölu.

Miðarnir sem um ræðir núna eru á svæði stuðningsmanna Íslands og kosta 3000 krónur.

Miðasalan hefst klukkan 12:00, miðvikudaginn 24. maí á miði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×