Lífið

Gerir grín að feministunum í Verzló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spaugilegt myndband.
Spaugilegt myndband.

Konráð Gunnar Gottliebsson heldur út snapchat-reikningnum konnigott og er hann nokkuð spaugilegur á köflum.

Hann er einnig nokkuð virkur á Facebook og nýjasta afurð hans á samfélagsmiðlinum er samanklippt myndband þar sem hann gerir stólpagrín af atburðarrásinni í tengslum við lokaball nemenda í Verzlunarskóla Íslands.

Nemendafélagið afboðaði DJ MuscleBoy í vikunni og hefur það skapað mikið fjölmiðlafár.

Í myndbandinu er farið yfir allar þær ástæður af hverju ekki sé hægt að ráða listamenn til að koma fram í afmælinu hans Bjössa, og eru ástæðurnar mjög svo einkennilegar eins og sjá má hér að neðan.

Uppfært klukkan 16:35 - Upphafleg fyrirsögn fréttarinnar var „Femínistarnir í Verzló fá á baukinn í sprenghlægilegu myndbandi“ en eftir réttmætar ábendingar hefur henni verið breytt. Lífið biðst velvirðingar á fyrri útgáfu fyrirsagnarinnar þar sem hún var of gildishlaðin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira