Lífið

Gerir grín að feministunum í Verzló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spaugilegt myndband.
Spaugilegt myndband.

Konráð Gunnar Gottliebsson heldur út snapchat-reikningnum konnigott og er hann nokkuð spaugilegur á köflum.

Hann er einnig nokkuð virkur á Facebook og nýjasta afurð hans á samfélagsmiðlinum er samanklippt myndband þar sem hann gerir stólpagrín af atburðarrásinni í tengslum við lokaball nemenda í Verzlunarskóla Íslands.

Nemendafélagið afboðaði DJ MuscleBoy í vikunni og hefur það skapað mikið fjölmiðlafár.

Í myndbandinu er farið yfir allar þær ástæður af hverju ekki sé hægt að ráða listamenn til að koma fram í afmælinu hans Bjössa, og eru ástæðurnar mjög svo einkennilegar eins og sjá má hér að neðan.

Uppfært klukkan 16:35 - Upphafleg fyrirsögn fréttarinnar var „Femínistarnir í Verzló fá á baukinn í sprenghlægilegu myndbandi“ en eftir réttmætar ábendingar hefur henni verið breytt. Lífið biðst velvirðingar á fyrri útgáfu fyrirsagnarinnar þar sem hún var of gildishlaðin.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira