Íslenski boltinn

KR-ingar féllu í hornafræði | Myndband

Hornspyrnukeppi Teigsins á Stöð 2 Sport HD hélt áfram í kvöld og þar voru KR-ingar næstir til að spreyta sig.

Það verður seint sagt að risið hafi verið hátt á Vesturbæjarstórveldinu sem lenti í því að missa Robert Sandnes meiddan út af eftir fyrstu spyrnu. Ólafur Dagur Thorlacius kom inn fyrir hann og reyndi sig með Aroni Bjarka Jósepssyni og Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Hér að ofan má sjá hvernig KR-ingum gekk í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira