Golf

Ólafía Þórunn úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn. mynd/golf.is/seth

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Kingsmill Championship mótinu sem fer fram í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.

Ólafía Þórunn lék hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari, á sama skori og í gær. Hún er því á fjórum höggum yfir pari sem dugar ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía Þórunn var í vandræðum á fyrri níu holunum og var á þremur höggum yfir pari eftir þær.

Hún náði sér betur á strik á seinni níu holunum. Þar fékk Ólafía Þórunn þrjá fugla en tvöfaldur skolli á 13. holu gerði henni erfitt fyrir.

Ólafía Þórunn verður næst á ferðinni í Detroit um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira