Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar kvöddu með áttunda tapinu í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar enda í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Sverrir Ingi og félagar enda í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Granada kvöddu spænsku úrvalsdeildina í fótbolta með 1-2 tapi á heimavelli fyrir Espanyol í kvöld. Granada er löngu fallið og endar í neðsta sæti deildarinnar.

Granada byrjaði leikinn skelfilega og var komið 0-2 undir eftir átta mínútur. Andreas Pereira, lánsmaður frá Manchester United, minnkaði muninn á 22. mínútu en nær komst botnliðið ekki.

Sverrir lék allan leikinn í vörn Granada. Hann lék 17 deildarleiki fyrir Granada í vetur og skoraði eitt mark.

Þetta var áttunda tap Granada í röð og það tólfta í síðustu 13 leikjum. Síðasti sigur liðsins kom 1. mars.

Gamla Arsenal-goðsögnin, Tony Adams, tók við Granada um miðjan apríl. Hann stýrði liðinu í síðustu sjö leikjunum sem töpuðust allir með markatölunni 3-17.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira