Íslenski boltinn

Blikar á toppinn eftir þrjú mörk í seinni hálfleik | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís skoraði tvívegis.
Fanndís skoraði tvívegis. vísir/eyþór

Breiðablik tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna með 1-3 sigri á Haukum á Gaman Ferða vellinum í kvöld.

Blikar voru undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggðu sér stigin þrjú. Þetta var þriðji sigur Breiðabliks í röð.

Haukar komust yfir á 23. mín þegar Marjani Hing-Glover nýtti sér mistök í vörn Breiðabliks og kom boltanum framhjá Sonný Láru Þráinsdóttur í marki gestanna.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gáfu Blikar í og á 54. mínútu jafnaði Fanndís Friðriksdóttir metin.

Tuttugu mínútum síðar skoraði Fanndís sitt annað mark og kom gestunum yfir. Landsliðskonan er nú komin með þrjú mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

Það var svo Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sem gerði út um leikinn með þriðja marki Blika á 84. mínútu. Andrea skoraði einnig í 2-0 sigrinum á Fylki í síðustu umferð.

Blikar eru sem áður sagði á toppi deildarinnar en Haukar eru stigalausir á botninum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr leiknum sem Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók.

Haukar fagna markinu sem Marjani Hing-Glover skoraði. vísir/eyþór
Andrea Rán skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks. vísir/eyþór
Tori Ornela, markvörður Hauka, handsamar boltann. vísir/eyþór
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika, í baráttunni. vísir/eyþór


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira