Fótbolti

Fyrsta konan til að dæma í þýsku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bibiana Steinhaus hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2005.
Bibiana Steinhaus hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2005. vísir/getty

Bibiana Steinhaus er einn fjögurra nýrra dómara sem munu dæma í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta tímabili.

Þessi 38 ára gamla lögreglukona verður þar með fyrsta konan sem dæmir í efstu deild í Þýskalandi.

„Ég er meðvituð um ég er fyrsta konan sem dæmir í þýsku úrvalsdeildinni og það verður fylgst vel með mér. Þetta er draumur sem hefur ræst. Ég hlakka mikið til,“ sagði Steinhaus hefur dæmt í B-deild karla undanfarin sex ár.

Steinhaus hefur einnig dæmt á stórmótum kvennalandsliða og dæmdi m.a. úrslitaleikinn á HM 2011 og á Ólympíuleikunum í London ári seinna. Þá mun hún dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu kvenna í næsta mánuði.

Steinhaus er í sambandi með Howard Webb, einum þekktasta dómara allra tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira