Fótbolti

Fyrsta konan til að dæma í þýsku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bibiana Steinhaus hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2005.
Bibiana Steinhaus hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2005. vísir/getty
Bibiana Steinhaus er einn fjögurra nýrra dómara sem munu dæma í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta tímabili.

Þessi 38 ára gamla lögreglukona verður þar með fyrsta konan sem dæmir í efstu deild í Þýskalandi.

„Ég er meðvituð um ég er fyrsta konan sem dæmir í þýsku úrvalsdeildinni og það verður fylgst vel með mér. Þetta er draumur sem hefur ræst. Ég hlakka mikið til,“ sagði Steinhaus hefur dæmt í B-deild karla undanfarin sex ár.

Steinhaus hefur einnig dæmt á stórmótum kvennalandsliða og dæmdi m.a. úrslitaleikinn á HM 2011 og á Ólympíuleikunum í London ári seinna. Þá mun hún dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu kvenna í næsta mánuði.

Steinhaus er í sambandi með Howard Webb, einum þekktasta dómara allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×