Innlent

Strandveiðar hefjast í dag

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Strandveiðar hefjast í dag en samkvæmt ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur verður veiðidögum á grásleppu fjölgað um tíu, eða úr þrjátíu og sex í fjörutíu og sex.
Strandveiðar hefjast í dag en samkvæmt ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur verður veiðidögum á grásleppu fjölgað um tíu, eða úr þrjátíu og sex í fjörutíu og sex. Vísir/Vilhelm
Strandveiðar hefjast í dag en samkvæmt ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur verður veiðidögum á grásleppu fjölgað um tíu, eða úr þrjátíu og sex í fjörutíu og sex. Þessi nýja reglugerð tekur gildi á morgun.

Heildarveiði á grásleppu hefur verið dræm en á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru nokkrar skýringar á því, meðal annars að fjöldi virkra leyfa er í lágmarki miðað við undanfarin ár en samkvæmt Fiskistofu hafa aðeins hundrað fimmtíu og sjö aðilar sótt um leyfi og hafa aflabrögð verið með lakara móti.

Á strandveiðitímabilinu, sem stendur frá maí til ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að níu þúsund og tvö hundruð tonn af óslægðum botnfiski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×