Innlent

Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Farþegaþota frá Primera Air.
Farþegaþota frá Primera Air. Vísir/Hörður

Sex tíma seinkun varð á áætlunarferð flugfélagsins Primera Air frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í morgun vegna bilunar.

Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag.

Flugstjóri farþegaþotunnar reyndi tvívegis að taka af stað en hætta þurfti við flugtakið í bæði skiptin vegna bilunar.

Kallaður var út flugvirki til að líta á bilunina og fór svo að farþegar biðu alls í sex klukkustundir eftir því að komast af stað.

Engar upplýsingar hafa fengist frá Primera Air um málið. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.