Innlent

Sex starfsmenn Flóaskóla sögðu upp í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Í Flóaskóla er um 100 nemendur og 23 starfsmenn.
Í Flóaskóla er um 100 nemendur og 23 starfsmenn. mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mikil ólga er á meðal starfsmanna Flóaskóla í Flóahreppi eftir að skólastjóra skólans,  Önnu Grétu Ólafsdóttur, var sagt upp í síðustu viku af sveitarstjórn Flóahrepps.

Sex starfsmenn sögðu upp störfum í dag, það staðfestir Alda Stefánsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. Í þessum hópi eru kennarar og stjórnendur.

Anna Gréta Ólafsdóttir sem hefur sinnt starfi skólastjóra Flóaskóla síðustu þrjú ár.mynd/einkasafn
Um 100 nemendur eru í skólanum og starfsmennirnir eru tuttugu og þrír. Anna Gréta hefur starfað í þrjú ár sem skólastjóri skólans. 

Ekki er vitað af hverju Önnu Grétu var sagt upp störfum en íbúar hafa krafist þess að sveitarstjórn útskýri ákvörðun sína með faglegum rökum.

Anna Gréta vildi ekki tjá sig um uppsögnina fyrr en hún væri búin að ræða við lögfræðing sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×