Erlent

Merkel hvetur Pútín til að stöðva ofsóknir gegn samkynhneigðum

Höskuldur Kári Schram og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, til þess að stöðva ofsóknir gegn samkyhneigðum þar í landi, á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra í dag.

Merkel kom í opinbera heimsókn til Rússlands í dag, til þess að ræða meðal annars stöðuna í Sýrlandi og Úkraínu. Þá voru einnig rædd mannréttindamál í Rússlandi og staða samkynhneigðra, sem þurft hafa að þola ofsóknir þar í landi.

Ég ítrekaði hversu mikilvægt er að mega mótmæla í siðuðu samfélagi. Ég minntist einnig á þær neikvæðu fréttir sem við heyrum um meðferð samkynheiðgra í Tjétjéníu og bað Pútín um að tryggja rétt þessara minnihlutahópa.

Pútín var spurður út í ásakanir um að rússneskir tölvuhakkarar á vegum stjórnvalda í Moskvu, hafi reynt að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar í fyrra. Pútín vísaði því á bug og sagði að Rússar væru ekki að reyna að skipta sér af kosningum í öðrum löndum.

Þú talar um bandaríska málið sem enginn hefur staðfest. Þetta eru bara sögusagnir sem eru notaðar í stjórnmálabaráttunni í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×