Viðskipti innlent

Færði Lyf og heilsu til tví­tugs sonar síns

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Karl Wernersson.
Karl Wernersson. vísir/gva

Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. RÚV greindi frá.

Lyfjaverslunin var hluti af fjárfestingarfélaginu Milestone, en seld út úr félaginu 2008. Karl hætti sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu í fyrra eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir efnahagsbrot. Milestone var í eigu Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna en ásamt Lyfjum og heilsu átti félagið stóran hlut í Sjóvá og Glitni. Félagið varð gjaldþrota árið 2009.

Lyf og heilsa rekur í dag tugi apóteka undir merkjum Lyfja og heilsu, Gamla apóteksins og Apótekarans og velti rúmlega sex milljörðum króna árið 2015.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×