Bíó og sjónvarp

Fyrsta stikla Dark Tower birt

Samúel Karl Ólason skrifar

Loksins hefur fyrsta stikla myndarinnar Dark Tower verið birt. Dark Tower byggir á samnefndum metsölubókum Stephen King og skartar þeim Idris Elba og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum.

Elba leikur The Gunslinger, eða Roland Deschain, og McConaughey leikur The Man in Black. Bækurnar, og væntanlega myndin, blanda saman ævintýrasögum, vísindaskáldskap og, vestrum og hrollvekjum.

Deschain er síðasti meðlimur fornrar riddarareglu og þarf hann að vernda stóran turn gegn manninum í svörtu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira