Bíó og sjónvarp

Orrustan um New York er að hefjast

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigourney Weaver leikur Alexöndru sem leiðir Höndina. Lítið annað er vitað um þennan erkifjanda Defenders.
Sigourney Weaver leikur Alexöndru sem leiðir Höndina. Lítið annað er vitað um þennan erkifjanda Defenders.

Netflix birti í dag fyrstu stikluna fyrir þættina Marvels Defenders. Þættirnir hafa verið í uppbyggingu í nokkur ár með útgáfu þáttanna um Daredevil, Jessicu Jones, Luke Cage og Iron Fist. Þau munu svo taka höndunum saman til þess að berjast gegn illu samtökunum The Hand.

Ofurhetjuþættir Netflix eru samtengdir kvikmyndaheimi Marvel, þar sem Iron Man, Captain America, Þór og fleiri verja jörðina gegn illum öflum. The Defenders eru hins vegar nokkurs konar annars flokks hetjur sem eru staðbundnar í New York.

Þættirnir verða birtir þann 18. ágúst næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira