Lífið

Lil Wayne treður upp í Laugardalshöll

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lil Wayne mun koma fram á tónleikum í byrjun ágúst.
Lil Wayne mun koma fram á tónleikum í byrjun ágúst. vísir/getty

Bandaríski rapparinn Lil Wayne er væntanlegur til landsins í sumar. Hann mun halda tónleika í Laugardalshöllinni í byrjun ágústmánaðar, samkvæmt heimildum Vísis.

Lil Wayne verður á tónleikaferðalagi um Evrópu í sumar og mun hann meðal annars koma fram í Portúgal, Þýskalandi og Frakklandi, en DV greindi fyrst frá. Heimildir fréttastofu herma að Wayne muni tilkynna formlega um heimsókn sína til Íslands á næstu dögum.

Rapparinn, sem fæddist í New Orleans árið 1982, heitir fullu nafni Dwayne Michael Carter. Hann hefur getið sér gott orð í rappheiminum og er einn söluhæsti tónlistarmaður heims. Lollipop er eitt vinsælasta lag hans en á það má hlusta hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira