Lífið

Lil Wayne treður upp í Laugardalshöll

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lil Wayne mun koma fram á tónleikum í byrjun ágúst.
Lil Wayne mun koma fram á tónleikum í byrjun ágúst. vísir/getty

Bandaríski rapparinn Lil Wayne er væntanlegur til landsins í sumar. Hann mun halda tónleika í Laugardalshöllinni í byrjun ágústmánaðar, samkvæmt heimildum Vísis.

Lil Wayne verður á tónleikaferðalagi um Evrópu í sumar og mun hann meðal annars koma fram í Portúgal, Þýskalandi og Frakklandi, en DV greindi fyrst frá. Heimildir fréttastofu herma að Wayne muni tilkynna formlega um heimsókn sína til Íslands á næstu dögum.

Rapparinn, sem fæddist í New Orleans árið 1982, heitir fullu nafni Dwayne Michael Carter. Hann hefur getið sér gott orð í rappheiminum og er einn söluhæsti tónlistarmaður heims. Lollipop er eitt vinsælasta lag hans en á það má hlusta hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira