Matur

Oreo brownie, pottabrauð og pestó með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti úr eldhúsi Evu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þættirnir Í eldhúsi Evu er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.
Þættirnir Í eldhúsi Evu er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.

Nýr matreiðsluþáttur með Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur fór í loftið á Stöð 2 í gær. Þættirnir heita Í eldhúsi Evu en í þeim eldar Eva girnilega rétti í eldhúsinu heima hjá sér auk þess sem hún heimsækir ýmsa veitinga-og matsölustaði og fer lærir ýmislegt hjá þeim.

Í gær töfraði Eva fram oreo brownie, pottabrauð og pestó með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti en uppskriftir hennar má sjá hér að neðan.

Oreo brownie

•    150 g smjör

•    250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði

•    200 g sykur

•    2 stór egg

•    100 g hveiti

•    1 tsk vanillusykur

•    2 msk kakó

•    150 g Oreo kexkökur



Aðferð:

 

1. Hitið ofninn í 170°C (blástur).

2. Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna.

3. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og hrærið þar til deigið verður silkimjúkt.

4. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20x20. Bakið við 180°C í 30 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma og berjum.

Pottabrauð



•    470 g brauðhveiti

•    470 ml volgt vatn

•    1 tsk salt

•    1/4 tsk þurrger

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við.

1. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í 12 – 24 klst.

2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið.

3. Hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að það myndi kúlu.

4. Smyrjið ofnpott með olíu og setjið pottinn inn í ofn við 230°C.

5. Takið pottinn út úr ofninum, setjið brauðið í pottinn og

inn í ofn í 20 – 25  mínútur. Þegar 20 mínútur eru liðnar takið þið lokið af pottinum og bakið áfram í 10 – 15 mínútur.

Pestó með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti



    3 dl sólþurrkaðir tómatar

•    100 g ristaðar furuhnetur

•    1 dl hreinn fetaostur

•    handfylli basilíka

•    salt og pipar

•    1 msk sítrónusafi

•    1 dl ólífuolía

Aðferð:

Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Berið með með ljúffengu pottabrauði.


Tengdar fréttir

Ógleði olli veseni í upptökum

Eva Laufey Kjaran birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð. Eva naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×