Bíó og sjónvarp

Nýjasta stiklan úr Dunkirk: Uppgjöf kemur ekki til greina

Birgir Olgeirsson skrifar

Nú styttist í frumsýningu á nýjustu mynd breska leikstjórans Christopher Nolan. Myndin ber heitið Dunkirk en hún segir frá rýmingu frönsku borgarinnar Dunkirk í seinni heimsstyrjöldinni.

Myndin skartar Tom Hardy, Mark Rylance, Cillian Murphy, Kenneth Branagh og Harry Styles í aðalhlutverkum.

„Dunkirk og það sem gerðist þar er eitthvað sem Bretar alast up við, sagan er samofin okkur,“ hefur Nolan sagt um þennan atburð.

Myndin verður frumsýnd 21. júlí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira