Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð

06. maí 2017
skrifar

Chrissy Teigin grínaðist með lýtaaðgerðir í viðtali og í kjölfarið var búið að birta fréttir út um allan heim um að hún hafi látið laga nánast allt á líkama sínum. Hún sagði við blaðamann í gríni að hún hefði látið gera við nánast allt nema kinnarnar sínar, í gríni. 

Fyrirsætan var ekki lengi að leiðrétta misskilninginn á Twitter síðu sinni. Þar sagði hún að það væri greinilega ekki hægt að grínast í blaðamönnum. Hún viðurkenndi þó að hafa látið laga hendurnar sínar. 

Þrátt fyrir að sannleikurinn sé töluvert vægari heldur en búið var að birta í fjölmiðlum þá er Chrissy þó ein af fáum stjörnum sem viðurkenna lýtaaðgerðir. Málefnið hefur ávallt verið afar viðkvæmt í Hollywood. 

Það sem fólk kýs að gera við sinn eigin líkama kemur engum öðrum við en það er hressandi þegar fólk er hreinskilið við aðdáendur sína.