Golf

Valdís Þóra endaði í fimmta sæti

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mynd/let/tristan jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingurinn úr Leyni á Akranesi, endaði í fimmta sæti á VP Bank Open mótinu á LET Access mótaröðinni en leikið var í Sviss.

Valdís Þóra lék í dag á 75 höggum, þremur höggum yfir pari vallarins. Valdís Þóra fékk fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla í dag en náði klóra í bakkann með þremur fuglum.

Valdís Þóra lék alls umferðirnar þrjár á 216 höggum (70-71-75).

Finnska stúlkan Linda Henriksson fór með sigur af hólmi en hún lék á 212 högg og fast á hæla hennar komu þær Meghan MacLaren frá Englandi á 213 höggum og Nina Pegova frá Rússlandi sömuleiðis á 213 höggum. Sænska stúlkan Jenny Haglund endaði svo sæti fyrir ofan Valdísi Þóru á 215 höggum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira