Golf

Valdís Þóra endaði í fimmta sæti

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mynd/let/tristan jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingurinn úr Leyni á Akranesi, endaði í fimmta sæti á VP Bank Open mótinu á LET Access mótaröðinni en leikið var í Sviss.

Valdís Þóra lék í dag á 75 höggum, þremur höggum yfir pari vallarins. Valdís Þóra fékk fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla í dag en náði klóra í bakkann með þremur fuglum.

Valdís Þóra lék alls umferðirnar þrjár á 216 höggum (70-71-75).

Finnska stúlkan Linda Henriksson fór með sigur af hólmi en hún lék á 212 högg og fast á hæla hennar komu þær Meghan MacLaren frá Englandi á 213 höggum og Nina Pegova frá Rússlandi sömuleiðis á 213 höggum. Sænska stúlkan Jenny Haglund endaði svo sæti fyrir ofan Valdísi Þóru á 215 höggum.
Fleiri fréttir

Sjá meira