Körfubolti

Washington verður án Oubre í leik fjögur gegn Boston

Kelly Oubre verður í banni í fjórða leiknum gegn Boston.
Kelly Oubre verður í banni í fjórða leiknum gegn Boston. vísir/getty
Kelly Oubre, leikmaður Washington Wizards, verður í leikbanni þegar liðið mætir Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA.

Oubre lenti í samstuði við Kelly Olynyk, leikmann Boston, í öðrum leikhluta í leik þrjú og brást hinn versti við. Reis á fætur og rauk í Olynyk með þeim afleiðungum að sá síðarnefndi féll til jarðar. Oubre var í kjölfarið rekinn út úr húsinu og hefur nú verið dæmdur í leikbann.

Oubre sagði í viðtali eftir leik að hann hafi verið pirraður á þeirri meðferð sem hann fékk frá Olynyk í leiknum.

"Ég var búinn að fá nokkur högg í höfuðið frá sama manninum og lét hann [Olynyk] heyra það. Í síðasta skipti sem það gerðist féll ég niður og fann mikið til í höfðinu og kjálkanum. Ég stóð þá á fætur og rauk í hann," sagði Oubre.

Leikurinn var mjög harður en dómararnir gripu átta sinnum til þess ráðs að dæma tæknivillu auk þess sem þrír leikmenn voru reknir úr húsi. Fjórði leikur liðanna fer fram í Washington á sunnudagskvöldið en Boston leiðir einvígið, 2-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×