Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld

07. maí 2017
skrifar

Hönnunarteymið Stefano Gabbana og Dominico Dolce hafa verið umdeildir fyrir ýmislegt í gegnum tíðina. Meðal annars hafa þeir verið sakaðir um að hafa stolið hönnun Vivienne Westwood frá árinu 1989. 

Um er að ræða hálsmen sem stendur á SEX. Þeir sýndu það á tískuvikunni í Mílanó árið 2003, 14 árum eftir að Vivienne sýndi það fyrst. 

Stefano hefur nú loksins viðurkennt hönnunarstuldinn á Instagram síðu sinni, líkt og má sjá hér fyrir neðan. Hann segir að þeir hafi verið heimskir þegar þeir gerðu þetta enda bera þeir mikla virðingu fyrir Westwood. 

Hönnunarstuldur er algengt vandamál innan tískuheimsins en í þessu tilfelli er upprunalega hönnunin endurtekin nánast án breytinga.