Körfubolti

Cleveland komið í úrslit Austurdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron og félagar eru að valta yfir úrslitakeppnina í austrinu.
LeBron og félagar eru að valta yfir úrslitakeppnina í austrinu. vísir/getty
Meistarar Cleveland Cavaliers eru komnir í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar og liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppnina.

Cleveland sópaði Toronto í frí í gær. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland og tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Liðið bíður nú eftir því að vita hvort liðið fái Boston eða Washington í næstu umferð.

Staðan þar er 2-2. Washington skoraði 26 stig í röð í þriðja leikhluta gegn Boston í gær og það var meira en Celtics réð við.

Texas-liðin Houston og San Antonio halda áfram að berjast og James Harden skoraði 28 stig í sigri liðsins í nótt.

Úrslit (staðan í einvígi):

Toronto-Cleveland  102-109 (0-4)

Washington-Boston  121-102 (2-2)

Houston-San Antonio  125-104 (2-2)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×