Golf

Fyrsti sigur Daly síðan 2004

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daly fagnar kampavínsbaðinu.
Daly fagnar kampavínsbaðinu. vísir/getty

John Daly er ekki dauður úr öllum æðum en hann gerði sér lítið fyrir í gær og vann sitt fyrsta mót síðan árið 2004.

Daly varð þá efstur á Insperity-boðsmótinu en það mátti ekki tæpara standa hjá honum.

Daly fékk skolla á síðustu þremur holunum en það rétt slapp því hann vann mótið með einu höggi.

„Þetta var ekki fallegt á endasprettinum,“ sagði hinn 51 árs gamli Daly en hann fékk rúmar 34 milljónir króna í vinningsfé.

Fögnuður Daly var einlægur í leikslok og var sprautað yfir hann kampavíni. Það leiddist Daly ekki.
Fleiri fréttir

Sjá meira