Golf

Fyrsti sigur Daly síðan 2004

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daly fagnar kampavínsbaðinu.
Daly fagnar kampavínsbaðinu. vísir/getty

John Daly er ekki dauður úr öllum æðum en hann gerði sér lítið fyrir í gær og vann sitt fyrsta mót síðan árið 2004.

Daly varð þá efstur á Insperity-boðsmótinu en það mátti ekki tæpara standa hjá honum.

Daly fékk skolla á síðustu þremur holunum en það rétt slapp því hann vann mótið með einu höggi.

„Þetta var ekki fallegt á endasprettinum,“ sagði hinn 51 árs gamli Daly en hann fékk rúmar 34 milljónir króna í vinningsfé.

Fögnuður Daly var einlægur í leikslok og var sprautað yfir hann kampavíni. Það leiddist Daly ekki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira