Innlent

Staðlaráð harmar framgöngu jafnréttisráðherra

Jakob Bjarnar skrifar
Svo virðist sem fram hafi verið farið af meira kappi en forsjá í jafnlaunavottunarmálinu, ef marka má umsögn Guðrúnar Rögnvaldardóttur.
Svo virðist sem fram hafi verið farið af meira kappi en forsjá í jafnlaunavottunarmálinu, ef marka má umsögn Guðrúnar Rögnvaldardóttur.
„Staðlaráð telur þó ekki rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða staðalinn,“ segir í umsögn Staðlaráðs Íslands um frumvarp Þorsteins Víglundssonar jafnréttisráðherra um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla, eins og það heitir en gengur jafnan undir nafninu frumvarp um jafnlaunavottun.

Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar, en undir álitið skrifar Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.

Þá kemur fram í umsögninni fordæming á því hvernig þeir sem að frumvarpinu standa umgengust þá staðla sem frumvarpið grundvallast á – staðla sem Staðlaráð þó samdi og gerði.

„í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu er sagt frá því samráði sem velferðarráðuneytið hafði við hagsmunaaðila við samningu frumvarpsins. Þar er ekkert minnst á Staðlaráð íslands, sem þó er útgefandi staðalsins ÍST 85:2012 og eigandi höfundar- og nýtingarréttar að honum. Rétt er að fram komi að velferðarráðuneytið hafði aldrei samband við Staðlaráð til að fá ábendingar, ráðleggingar eða upplýsingar varðandi þá fyrirætlun ráðuneytisins að gera notkun staðalsins skyldubundna fyrir öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 eða fleiri starfsmenn. Staðlaráð telur þessa framgöngu með ólíkindum og harmar slíkt samráðsleysi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×