Viðskipti erlent

Markaðir tóku kipp vegna Macrons

Sæunn Gísladóttir skrifar
Macron tryggði sér öruggan sigur í kosningunum á sunnudag.
Macron tryggði sér öruggan sigur í kosningunum á sunnudag. Fréttablaðið/AFP
Niðurstöður forsetakosninganna í Frakklandi höfðu í fyrstu jákvæð áhrif á markaði í gær. Gengi evrunnar og skráðra félaga hækkaði verulega. Yfir daginn lækkaði evran á ný gagnvart Bandaríkjadal en gengi hennar náði sex mánaða hápunkti strax í kjölfar kosninganna.

The Guardian greinir frá að markaðir hafi hækkað við opnun vegna sigurs Emmanuels Macron í kosningunum. CAC 40 vísitalan hækkaði um 0,2 prósent og náði níu og hálfs árs hámarki. Gengi hlutabréfa lækkaði þó aftur m.a. vegna óvissu um hvort Macron nái settum markmiðum í efnahagsstefnu sem hann boðar.

Þingkosningar fara fram í Frakklandi í júní. Flokkur Macrons, En Marche!, er nýr og hefur enga þingmenn. En Marche mun þurfa góða þingkosningu til að hafa áhrif á franska hagkerfið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×